Archive for Author Olla

Jólakaffihús

DSC_0047 (Small)

Krakkarnir á Jötunheimi buðu vinum sínum á Álfheimi á jólakaffihús í salnum. Boðið var upp á kakó og piparkökur og þegar allir voru búnir að drekka var farið á Jötunheim að leika. Álfheimskrakkarnir voru mjög duglegir og gaman að sjá hvað þau eru ófeimin að koma í heimsókn til okkar.

Söngvaflóð

DSC_0004

Í gær kom hún Sigga Hulda frá Tónlistarskólanum á Akureyri í heimsókn til okkar. Þetta fyrsti tíminn okkar í Söngvaflóðinu – og að þessu sinni voru það krakkarnir á Þrymheimi og Jötunheimi sem tóku þátt. Þau voru mjög áhugasöm og tóku virkan þátt í söngstundinni. Okkur er strax farið að hlakka til næsta þriðjudagar

Skoðunarferð í Samkomuhúsið

img_0638

Krakkarnir á Þrymheimi og Jötunheimi fengu að fara í skoðunarferð í Samkomuhúsið í dag. Þar tók hann Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Menningarfélags Akureyrar, á móti okkur. Okkur þótti líka gaman að hitta hana Þuríði Helgu, framkvæmdastjóra MAK, en hún er mamma Ingunnar Kríu og Helga Hrafns á Þrymheimi. Jón Páll sýndi okkur hvar leikhúsgestir kaupa miðann sinn, hengja frá sér fötin sín og geta keypt hressingu fyrir leikskýninguna. Við fengum að skoða hvar ljósa- og hljóðmaðurinn sitja á meðan sýningin er og fórum svo í „græna herbergið“, sem var alls ekki grænt! Þar bíða leikararnir þegar þeir eru ekki á sviðinu. Í leikhúsinu eru líka búningsherbergi, smíðaverkstæði fyrir þá sem búa til leikmyndina og aðstaða fyrir alla þá sem vinna í leikhúsinu.  Eins fengum við að fara upp á sviðið og fengum okkkur svo sæti í salnum. Þegar Jón Páll var að sýna okkur ljósin á sviðinu var allt í einu bankað á hurðina og hann opnaði. Haldiði að Stúfur hafi ekki verið mættur á svæðið og varð alveg steinhissa að sjá alla þessa duglegu krakka í leikhúsinu. Hann söng fyrir okkur eitt lag, en hann er að æfa leiksýningu um sjálfan sig og langar að verða frægur!

Bæði krökkum og kennurum þótt mjög gaman að fá að skoða samkomuhúsið og sérstaklega að hitta Stúf!

Takk fyrir að leyfa okkur að koma!

Jötunheimur í leikhúsferð

img_0548-custom

Krökkunum á Jötunheimi var boðið í leikhús í gær. Við fórum í Hof og sáum sýninguna Lofthræddi örninn Örvar, sem er til sýnis í Þjóðleikhúsinu. Sagan fjallar um örninn Örvar sem er svo skelfilega óheppinn að vera lofthræddur. Samt þráir hann heitt að fljúga um loftin blá og með hjálp músarrindilsins vinar síns tekst honum að lokum að yfirvinna ótta sinn.

Þetta var mjög skemmtileg sýning og krakkarnir voru mjög dugleg að hlusta og fylgjast með. Takk fyrir okkur!

Heimsókn frá Slökkviliðinu

img_0292 img_0194

Í gær komu þeir Alli og Hólmgeir frá Slökkviliði Akureyrar til okkar í heimsókn. Þeir voru að kynna fyrir krökkunum eldvarnarverkefnið Logi og Glóð, en krakkarnir á Jötunheimi fá að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og sinna eldvarnareftirliti í leikskólanum okkar. Markmið verkefnisins er þríþætt:

 

  1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
  2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
  3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.

Hólmgeir sýndi okkur líka hvernig hann fer í slökkviliðsgallann og setur á sig grímuna, þá varð hann næstum eins og ofurhetja! Við fengum líka að skoða slökkvibílinn, en þar sáum við dæluna, sem dælir vatninu í slöngurnar, ýmiskonar verkfæri eins og kúbein og öxi og klippur sem klippa bíla. Við fengum líka að setjast inn í slökkvibílinn og það var mjög skemmtilegt. Við fengum líka heimsókn frá Dillu og fjórum duglegum krökkum frá Álfaborg á Svalbarðseyri. Takk fyrir komuna!

« Older Entries