Archive for Author Anna Baddy

Rugludagur á Glaðheimi

Á föstudaginn var rugludagur hjá okkur í leikskólanum.

Við á Glaðheimi vorum nú heldur betur í ruglinu og borðuðum morgunmat af stólunum og sátum á borðinu sem var á hvolfi á gólfinu. Sumir mættu í öfugsnúnum fötum með nærbuxur á höfðinu, í sitthvorum sokknum og fleira skemmtilegt.

IMG_5603

Hér eru fleiri myndir.

Hópastarf Græni og Blái hópur

Í dag lásum við bókina Bína fer í leikskóla. Börnin vour áhugasöm um lesturinn og hjálpuðu Bínu að læra að vera í leikskólanum, þau eru að sjálfsögðu öll búin að læra að vera sjálf í leikskólanum.

IMG_5584 IMG_5585 IMG_5591

Glaðheimur í Íþróttahúsið

Í morgun fórum við í íþróttahúsið í Oddeyrarskóla. Þar lékum við okkur með bolta, hlupum um risastórann salinn, klifruðum í rimlunum og skemmtum okkur vel.

IMG_5133

þeir sem fóru voru: Anna Baddý, Steinunn, Hanna Björg
Andrea Ósk, Emelía Rós, Katrín Helga, Urður Lára,
Luka, Leon Ismael, Marinó, Wiktor Þorsteinn,

Könguló, könguló

Börnin á Glaðheimi hafa verið nokkuð upptekin af köngulóm undanfarið. Við höfum verið dugleg að syngja lög um köngulær og vorum að læra nýtt lag, þá notum þá gjarnan þessa könguló til að aðstoða okkur.

IMG_5026 IMG_5027

« Older Entries