Archive for Author Kittý

16. júní 2017

Við fórum í skrúðgöngu í bæinn í dag. Við gengum Strandgötuna, upp á Ráðhústorg, í gegnum miðbæinn og Glerárgötuna til baka. Við sungum Hæ hó jibby jei, það er kominn 17.júní á leiðinni, sáum flottan bíl og vorum svo heppin að sjá „Núðlubak“ (hnúfubak) þegar við gengum eftir Glerárgötunni á heimleiðinni. Þetta var skemmtileg ferð og gekk mjög vel í alla staði.

IMG_8416

Hér eru Fleiri myndir.

Söngstund á Glaðheimi!

Í gær voru börnin á Glaðheimi að syngja lag um könguló sem ferðast um á líkamanum og kitlar börnin í hálsinn, nefið, hárið o.s.frv. Við höfðum eina slíka meðferðis og voru flest allir hugrakkir og leyfðu köngulónni að kitla sig á meðan við sungum.

Hér koma nokkrar myndir!

Bangsadagur á Glaðheimi

Í dag héldum við upp á alþjóðlega bangsadaginn. Margir komu með bangsa með sér í leikskólann og var mikið líf og fjör. Bangsarnir biðu á góðum stað á deildinni meðan börnin voru úti að leika.

Hér koma nokkrar myndir!

 

Dagur læsis.

img_6671

Í dag hittumst við öll í salnum og hlustuðum á söguna um Búkollu sem Krissa las og sungum síðan Iðavallarrokk, litalagið og A-lagið.

Hér eru nokkar myndir!

« Older Entries