Archive for Author Gugga

Kæra vinkona Búkolla þó!

 

img_0514-2   img_0529-2

img_0527-2img_0528-2

 

Kæra vinkona Búkolla þó!

Ævintýri samið og myndskreytt af Perlu og Auði Tinnu

Einu sinni var lítil norn sem hét Sóley, hún er góð norn sem er í bleikum fötum og röndóttu pilsi og hún getur töfrað með töfrasprotanum sínum. Hún á heima í Fjólugötu 11 með pabba sínum og mömmu sem eru galdrakall og kelling og heita Óri og Kára, þau eru góð. Sóley á gæludýr sem er kýrin Búkolla og hún er bundin á bás, Búkolla er bleik og úr spenunum hennar kemur bleikt jarðaberjagos.

Einn dag þegar nornin Sóley var að mjólka Búkollu, þá kom skelfilega Öskubuska og skelfilegi prinsinn sem er kærastinn hennar Öskubusku og þau sáu Búkollu og jarðaberjagosið sem kom úr spenanum og þau ákváðu að stela Búkollu um nóttina.

Öskubuska er græn í framan og í svörtum fötum og hún þykist vera góð og vondi prinsinn sem er kærastinn hennar er feitur og stór og fallegur og sköllóttur hann er vondur en grínast að vera góður. Um nótt þegar nornin Sóley er sofandi þá stálu þau Búkollu og fóru með hana í ljóta grimma kastalann sinn en þegar Öskubuska ætlaði að fá sér jarðaberjagos úr spenanum þá kom bara límólaði sem Öskubusku finnst alls ekki gott og þá ætlaði hún að setja Búkollu í pott næsta dag og elda hana og éta hana. En um morguninn þegar Sóley vaknaði þá sagði pabbi hennar við hana að það væri búið að stela Búkollu og hann sá hver gerði það af því hann vinnur á nóttinni og sá þau út um gluggann. Sóley fór svo í ljóta grimma kastalann til að bjarga Búkollu og hún notaði töfrasprotann sinn til að breyta Öskubusku og vonda prinsinum í froska og setti þá upp í ógeðslega hillu í ljóta kastalanum.

Mondrian verkefni

Krakkarnir á Jötunheimi eru búin að vera að búa til verk í anda hollenska listamannsins Mondrian, en þekktustu verk hans eru abstrakt verk sem byggjast á hvítum fleti með lóðréttum og láréttum svörtum línum og svo notaði hann grunnlitina rauðan, gulan og bláan.

 img_0101-1img_0100-1 img_0099-1 img_0146-1img_0147-1

Svart og hvítt

Í Listasmiðjunni ætla ég að byrja á því að vinna með svart og hvítt, áður en þau fara að vinna með liti og litablöndun. Margir vilja meina þetta ætti í raun að vera fyrsta ögrunin í skapandi starfi að rannsaka svarta og hvíta málningu,  eitthvað sem getur staðið fyrir upphaf og endi, ljós og skugga og gefur okkur betri hugmynd um hvernig við horfum á og skiljum liti. Einnig er það gott tækifæri fyrir þau að vinna með alls kyns pensla, eða mála með fingrunum og rannsaka þannig áferð og mismunandi pensilstrokur,  en ekki  vera að einblína á hvaða litir eru fallegir eða eru uppáhaldslitir :)  svarti liturinn vekur oft öflugar tilfinningar og ef hann er settur með öðrum litum sem þau geta valið um þá vill hann oft verða dálítið ríkjandi. Einnig finnst mér líka mikilvægt að gefa börnunum nægan tíma, spjalla við þau á meðan þau eru að mála og hvetja þau til að vera ekki að flýta sér.

 

IMG_0046 IMG_0044 IMG_0043 IMG_0042

 

Geimverur og glimmer

Elstu börnin hafa verið í sögugerð í vetur. Þeim er skipt í þrjá hópa og sagan sem fyrsti hópurinn gerði, hét Áslákur í ævintýraskóginum og er um tröllið Áslák, besta vin hans sem er kisan María og hvernig þau hjálpa til við að bjarga Tinnu prinsessu sem drekinn og úlfurinn rændu. Næsti hópur gerði ævintýrið um Hafdísi hafmeyju og sjóræningjann Flækjufót og hvernig þau fundu fjársjóðs kistu á hafsbotninum sem innihélt meðal annars töfradrykk. Ævintýri þriðja hópsins fjallar svo um geimverurnar Kadda og Rósu. Kaddi býr á sólinni en Rósa á bleikri glimmerstjörnu, þau fara til jarðarinnar til að kæla sig í sjónum og hitta þá mannveru sem fer með þeim í ferðalag. Þau eru búin að vera mjög dugleg öll að taka þátt, sumir eru mjög frjóir í sögugerðinni og aðrir eru kannski meira að teikna og myndskreyta sögurnar. en hér eru nokkrar myndir af geimævintýrinu, myndir af hinum sögunum er líka að finna á vefnum okkar.

IMG_4213 IMG_4214 IMG_4217 IMG_4220 IMG_4222 IMG_4224

uppstilling

Hér voru nokkur börn á Þrymheimi að spreyta sig á að teikna eftir fyrirmynd. Ég raðaði upp nokkrum kubbum og þau áttu svo að teikna þá rétt upp og lita í réttum litum. Þetta krefst heilmikils af þeim, að raða kubbunum rétt á myndflötinn, að vera með rétt form og rétta liti :) en þetta tókst bara býsna vel.

IMG_3978 IMG_4018 IMG_4019 IMG_4020 IMG_4021 IMG_4022

« Older Entries