Archive for Álfheimur

Jólakaffihús

DSC_0047 (Small)

Krakkarnir á Jötunheimi buðu vinum sínum á Álfheimi á jólakaffihús í salnum. Boðið var upp á kakó og piparkökur og þegar allir voru búnir að drekka var farið á Jötunheim að leika. Álfheimskrakkarnir voru mjög duglegir og gaman að sjá hvað þau eru ófeimin að koma í heimsókn til okkar.

Sandra Marý 2 ára

Í morgun héldum við uppá 2 ára afmæli Söndru Marý. Við sungum afmælissönginn, um kóngulóna, litalagið og fleiri lög. Sandra Marý bauð uppá epli og appelsínur.
Til hamingju með afmælið Sandra :)

IMG_7801 IMG_7804 IMG_7808

Arney Emelía 2 ára

Í dag héldum við uppá 2 ára afmæli Arneyjar Emelíu. Hún bauð uppá jarðarber og við sungum afmælissönginn og fleiri lög. Til hamingju með afmælið Arney ! :)

IMG_7765 IMG_7769 IMG_7778

Birkir Kári og Guðbjörg afmæli

Við erum búin að halda tvö afmæli í maí. Birkir Kári hélt uppá 2 ára afmælið sitt og bauð uppá ávexti. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög. Til hamingju með 2 ára afmælið Birkir Kári !

IMG_7566 IMG_7573

Guðbjörg hélt upp á 3 ára afmælið sitt og bauð uppá gula melónu og vínber. Við sungum afmælissönginn og Guðbjörg valdi að syngja lagið um hjólin á strætó. Einnig sungum við lagið um kóngulóna sem spinnur vef. Til hamingju með afmælið Guðbjörg Freyja !

IMG_7649 IMG_7658

Agathe með kynningu

Í morgun settumst við öll niður inni á deild og Agathe (franski neminn okkar) var með kynningu fyrir okkur. Hún sagði okkur frá sjálfri sér, fjölskyldu sinni og landinu sínu, Frakklandi. Við fengum að snerta lauf af ólívutré, finna lykt af lavender og sjá myndir hjá henni. Hún gaf okkur síðan laufin og lavenderpúðann.

IMG_7190 IMG_7191

IMG_7199 IMG_7192

« Older Entries