Archive for Almennt

Jólahúfur á Lubba afhentar

í morgun fórum við á Álfheimi í gönguferð til allra deilda og afhentum jólahúfur á Lubba sem Greta prjónaði. Allir voru glaðir með þessa gjöf og Lubbarnir voru líka mjög ánægðir að fá svona fínar húfur. Sjá fleiri myndir hér. 

image image

Norræn leikskólaráðstefna

Dagana 13. og 14. október verður haldin hér á Akureyri norræn leikskólaráðstefna.

Þáttur í ráðstefnunni er vinnusmiðjur sem haldnar eru í leikskólum á Akureyri. Ein slík verður haldin hér hjá okkur föstudaginn 14. október. Um er að ræða eina vinnusmiðju fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Við eigum því von á 30 norrænum gestum þennan dag.

16. júní á Glaðheimi

Í gær lituðu börnin íslenska fánann í tilefni þjóðhátíðardagsins. Í dag fórum við svo í skrúðgöngu inn í miðbæ og sáum marga íslenska fána á leiðinni. Á torginu sungum við „hæ, hó, jibbíjei“ og „litalagið“. Í hádeginu voru pylsur grillaðar og við borðuðum úti í blíðunni. Myndir hér.

IMG_6336

 

« Older Entries Recent Entries »