Archive for Almennt

Norræn leikskólaráðstefna

Dagana 13. og 14. október verður haldin hér á Akureyri norræn leikskólaráðstefna.

Þáttur í ráðstefnunni er vinnusmiðjur sem haldnar eru í leikskólum á Akureyri. Ein slík verður haldin hér hjá okkur föstudaginn 14. október. Um er að ræða eina vinnusmiðju fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Við eigum því von á 30 norrænum gestum þennan dag.

16. júní á Glaðheimi

Í gær lituðu börnin íslenska fánann í tilefni þjóðhátíðardagsins. Í dag fórum við svo í skrúðgöngu inn í miðbæ og sáum marga íslenska fána á leiðinni. Á torginu sungum við „hæ, hó, jibbíjei“ og „litalagið“. Í hádeginu voru pylsur grillaðar og við borðuðum úti í blíðunni. Myndir hér.

IMG_6336

 

16. júní – hádegismatur úti

IMG_5313 IMG_5314 IMG_5318 IMG_5327

Í morgun sungum við lagið um 17. júní og ræddum um það að Ísland á afmæli á morgun (17.júní). Við borðuðum ávexti og fórum út þar sem allir fengu sápukúlur. Um kl. 11 borðuðum við pylsur í brauði úti og fengum gúrkur og melónur með. Eftir það var hvíld og rólegheit. Sjá myndir hér.

Kartöflur settar niður

Nú eru börnin búin að setja niður kartöflur í vel uppstunginn garðinn á bak við leikskólann. Það þurfti að gæta vel að brjóta ekki spírurnar á kartöflunum. Í leiðinni var smakkað á graslauk og myntu en ekki var mikill áhugi á rabbabaranum. Einnig var sett niður jarðaberjaplanta sem fannst á leikskólalóðinni. Rætt var um til hvers ræturnar á plöntum eru.
Þegar búið var að setja niður kartöflurnar voru sett niður fræ af belgbaunum sem okkur voru gefin. Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað kemur upp af þeim.
Svo er að vona að kartöflugarðurinn fái að vera í friði í sumar svo við fáum góða uppskeru í haust.

IMG_3723

Kartöflugarður stunginn upp

Öllum börnum á Iðavelli var boðið að aðstoða við að stinga upp kartöflugarðinn. Mörg tóku þátt og allt gekk mjög vel. Við skoðuðum náttúruna í leiðinni t.d. ánamaðka, flugur og plönturætur. Það mátti ekki taka ánamaðkana úr moldinni því þeir hjálpa kartöflunum að vaxa. Einnig fundust nokkrar litlar kartöflur síðan í fyrra sem voru settar niður aftur til að fjölga sér. Þær voru byrjaðar að spíra.
Einnig var smakkað á graslauk og myntu sem börnunum þótti misgott.

IMG_3629

« Older Entries Recent Entries »