Archive for 25/08/2014

Aðlögun í dag 25. ágúst

Aðlögun hefst í dag, mánudaginn 25. ágúst.

Tuttugu og fjögur börn byrja á Iðavelli í dag. Fjórtán á Álfheimi, tvö á Glaðheimi, 5 á Þrymheimi og 3 á Jötunheimi.

Við bjóðum börn, foreldra og fjölskyldur hjartanlega velkomin til samstarfs við okkur.

Leikskólakennaranemi

Rachel Wilkinson leikskólakennaranemi byrjar verknámstímabil hér hjá okkur miðvikudaginn 20. ágúst. Leiðsagnarkennari hennar er Anna Bjarney Guðmundsdóttir á Glaðheimi. Rachel verður hjá okkur fram í enda nóvember. Bjóðum við Rachel velkomna.

Börn af Þrymheimi í berjatínslu 18. ágúst

Nokkur börn og kennarar af Þrymheimi fóru í berjamó við Vestursíðu. Við biðum eftir strætó númer 1 og hann setti okkur út nánast við hliðina á berjamónum. Þurftum að vísu að ganga yfir litla brú og nokkrar þúfur en það var bara gaman. Þarna var mikið að berjum og þau voru mjög góð. Sum fóru beint í munnin en önnur í krukkur sem við tókum með okkur. Við fórum með töluvert af berjum heim og ákváðum við að baka bláberjakökur úr þeim. Smökkuðum á ljúffengri bláberjaböku í síðdegishressingunni.

P1140246 (Custom)

Starfsmannabreytingar

Eftir sumarlokun tóku til starfa hjá okkur þær Stella Sverrisdóttir leikskólakennari og Iris Rún Andersen iðjuþjálfi. Stella kemur til með að vera á Glaðheimi og Iris Rún fyrstu dagana á Glaðheimi og síðan Þrymheimi þar sem hún sinnir sérkennslu.

Anna Bjarney tók við sem deildarstjóri á Glaðheimi núna 12. ágúst. Kristín deildarstjóri Álfheims snéri aftur úr leyfi á sama tíma.

Guðrún Sonja, Stephanie og Héðinn hættu öll að vinna hjá okkur um sumarlokun.