Archive for 29/09/2014

Berglind Eva 5 ára

Berglind er orðin 5 ára og hún hélt upp á afmælið með félögum sínum á Jötunheimi. Fyrst sungum við afmælissönginn áður en hún blés á kertin 5. Þá valdi Berglind 3 lög sem við sungum saman. Fyrst sungum við „Kvæðið um fuglana“ fyrstu 2 erindin, svo „Vinurinn“ og að lokum „Höfuð, herðar, hné og tær“ sem við sungum sitjandi. Að söngnum loknum bauð Berlind Eva upp á ávexti, melónu og vínber sem allir gerðu góð skil.

Berglind 5 ára

« Older Entries