Archive for 30/10/2014

Jötunheimur í gönguferð 27. okt.

Allur Jötunheimur fór saman í gönguferð mánudaginn 27. okt. Við fórum í gegnum bæinn, hlupum upp kirkjutröppurnar og heyrðum í breskum kór inni í kirkjunni. Við mynduðum kór Jötunheims framan við kirkjuna og sungum mörg lög. Börnin komu með fleiri og fleiri óskalög sem þau vildu syngja. Olla var kórstjórnandinn og þetta gekk mjög vel. Gengum síðan upp gilið frá kirkjunni og aðeins niður í Oddeyrargötu. Þar beygðum við til hægri niður Oddagötu. Það var töluverð hálka. Neðst í Oddagötu renndum við okkur á rassinum niður að Hafnarstrætinu. Svo fórum við beint í leikskólann því það var að koma hádegismatur.

Jötunheimskórinn

Afmæli

P1150392 (Small)

Árvök hélt upp á afmælið sitt í dag. Við sungum afmælissönginn fyrir hana og svo valdi hún 3 lög sem við sungum með henni. Hún valdi lögin Krummi svaf í klettagjá, Meistari Jakob (á pólsku) og Lagið um það sem er bannað.

Flugvélamyndir

Daníel horfði á fínu flugvélamyndina á flugstōðinni okkar og langaði að búa til svona flugvél. Daði gekk í lið með honum og fengu þeir þessar flottu myndir til að lita og dunduðu við það vel og lengi.

IMG_0685.JPG

« Older Entries