Archive for 27/11/2014

Vinnustaðaheimsókn í Sambíóin

 

P1150623 (Small)

Miðvikudaginn 26. nóvember var okkur boðið í vinnustaðaheimsókn í Sambíóin. Foreldrar Tinnu Mary vinna þar og buðu okkur að koma í heimsókn. Það voru spenntir Jötnar og kennarar sem lögðu af stað og það var sko tekið vel á móti okkur. Fyrst fengu allir að fara inn fyrir afgreiðsluborðið með Kolfinnu mömmu Tinnu Mary og setja sjálfir popp úr stóru poppvélinni í glasið sitt og velja sér ávaxtasafa úr kælinum. Þetta gekk mjög vel og krakkarnir ótrúlega duglegir og þolinmóðir að bíða í röðinni. Þá fengum við að fara upp með Tómasi og hann sýndi okkur aðalherbergið í bíóinu. Þar inni eru vélarnar sem stjórna bíósýningunum, bæði hátalarakerfið og sýningarvélin. Í henni er stjór ljósapera sem er 3000 sinnum sterkari en venjuleg ljósapera, og ef hún bilar er ekki hægt að sýna neina mynd á tjöldin inni í sal. Við töluðum líka aðeins um hvað þeir gera sem vinna í bíóinu, það þarf að selja miðana, afgreiða í sjoppunni, stjórna sýningarvélinni og þrífa ruslið eftir bíógestina. Við vorum öll sammála um að gestirnir í bíó þyrftu að vera duglegri að setja ruslið í ruslatunnurnar á leiðinni út. Síðan fengum við að sjá hluta af myndinni Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Okkur fannst hún mjög skemmtileg og það var ekki gott að heyra hvort krakkarnir eða kennararnir hlógu meira. Þetta var frábær heimsókn – Takk kærlega fyrir okkur Kolfinna og Tómas!

Leirkallarnir

P1160002 (Custom) P1140996 (Custom) P1140995 (Custom) P1140994 (Custom)

Leirkallarnir okkar sem börnin gerðu úr sjálfharðnandi leir og máluðu og skreyttu og límdu svo á geisladiska. Þeir komu mjög skemmtilega út og hafa ólíkan karakter:)

Benedikt 5 ára

Benedikt hélt upp á 5 ára afmælið sitt í leikskólanum. Við sungum fyrir hann afmælissönginn og hann blés á kertin. Síðan sungum við lögin sem hann valdi: Í skóginum stóð kofi einn, Hjólin á strætó og Indjánalagið. Hann bauð síðan upp á gómsætar mandarínur og vatnsmelónu. Til hamingju með afmælið

!P1150603 (Small)

Álfheimur – náttfatadagur, afmæli, bókalestur ofl.

Það var náttfatadagur hjá okkur síðasta föstudag. Við héldum upp á afmæli Heiðars Darra og Astridar Ísafoldar í þessari viku og óskum við þeim til hamingju með afmælin sín. Við höfum líka verið dugleg að lesa bækur í bókavikunni. Hér má sjá myndir frá þessu öllu. Nýr starfsmaður, hún Edda, hóf störf á Álfheimi á mánudaginn, við bjóðum hana velkomna.

Náttfatadagur

Föstudaginn 14. nóvember var náttfatadagur. Það var mikið fjör hjá okkur, leikur inni á deild og dansiball með blöðrum í salnum.

P1160312

Fleiri myndir hér.

« Older Entries