Archive for 28/01/2015

Stjórnarfundur foreldrafélags Iðavallar 22.janúar 2015

Fundur haldinn í Leikskóla þann 22. janúar 2015
Mættir : Urður formaður, Jóhanna gjaldkeri, Sveindís ritari og Jórunn.  Fyrir hönd leikskóla : Kittý.

Mál á dagskrá : Foreldrafjör á degi leikskólans 6.febrúar,  námskeið fyrir börnin.

Ákveðið var að hafa foreldrafjör/fjölskyldufjör á degi leikskólans 6. febrúar.  Þetta verður í fjórða skipti sem þessi skemmtun er haldin.  Öll heimili koma með einhvern smárétt á hlaðborð og stjórnin fær einhvern til að koma og spila á gítar. Úr verður góð samverustund fyrir foreldra og systkini leikskólabarnanna. Listar verða settir upp á hverri deild með tillögum að smáréttum. Það tókst vel í fyrra að skipta niður réttunum og var mikið úrval.  Skemmtunin hefst kl 15:00.

Stjórninni langar að koma með eitthvað námskeið inn á leikskólann. Ákveðið var að kaupa jóganámskeið og fengum við Gerði Ósk Hjaltadóttur krakkajógakennara til að vera með það. Nánari auglýsing á því kemur þegar dagsetningar og tímasetningar hafa verið ákveðnar.

Fundi slitið.

Fyrsta vikan í janúar.

IMG_0265

Fyrstu dagana í janúar brösuðum við ýmislegt. Við héldum upp á afmæli Karítasar og Matthíasar Ísaks, við kvöddum jólin með útijólaballi og höfðum dótadag með tilheyrandi fjöri. Sjá myndir hér

« Older Entries