Archive for 31/03/2015

Gönguferð 31. mars 2015

Í morgun fórum við í gönguferð, við gengum upp í miðbæ, þar stakk einhver upp á að fara í strætó sem keyrði framhjá okkur á leiðinni. Við gripum tækifærið og stukkum upp í vagninn sem ók okkur stóran hring um bæinn. Byrjuðum á því að fara í þorpið, ókum svo brekkuna og enduðum á að fara niður gilið og fórum úr vagninum þar. Börnunum þótti mjög skemmtilegt í strætó og skríktu af kæti. Hér eru nokkrar myndir.

IMG_1179

Við gengum svo göngugötuna og heim í leikskólann og rétt náðum í hádegismatinn. Mikið var rætt í ferðinni um það sem fyrir augu bar, við sáum nokkra leikskóla, heimili einhverra barna, töluðum um bílaumferðina og pössuðum okkur vel á bílunum við gangbrautir. Mikil kátína varð þegar við hittum Ástu óvænt í miðbænum.

Grænn dagur

Miðvikudaginn 18. mars vorum við með grænan dag í leikskólanum. Margir mættu í grænum fötum, við töluðum dálítið um græna litinn, föndruðum grænt föndur og lékum okkur bara með grænt dót.

IMG_1139 IMG_1132

Hér eru fleiri myndir frá grænum degi.

Lena Marý afmæli

Við héldum upp á afmæli Lenu Marý í gær, hún bauð upp á ávexti og við sungum fyrir hana afmælissönginn. Svo sungum við og dönsuðum við nokkur lög í viðbót. Til hamingju með afmælið Lena Marý :)

IMG_0998 IMG_0999 IMG_1008

« Older Entries