Archive for 28/05/2015

Útskriftarferð Jötunheims

IMG_0317 (Small)

Miðvikudaginn 27. maí héldu Jötnar galvaskir af stað í útskriftarferðina sína. Við fórum með strætó upp í Naustahverfi og löbbuðum svo á Útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Hömrum. Sumum þótti pínu langt að labba alla þessa leið, en það var ekkert mál fyrir þessa duglegu krakka. Þegar við komum upp á Hamra var tekin nestispása, enda ekkert smá skemmtilegt að hafa með sér frjálst nesti í leikskólann :) Síðan fóru allir að leika sér og aparólan var sérstaklega skemmtileg. Eins voru margir sem léku sér í skóginum og fengu að tálga. Um hádegið voru grillaðir hamborgarar og sykurpúðar í eftirrétt. Við héldum líka upp á afmælið hans Gabríels og sungum fyrir hann. Eftir matinn fórum við í gönguferð um svæðið, en það var svo kalt að við gátum ekki farið í bátana eða vatnasafaríið. Við rúlluðum okkur niður brekkuna og reyndum að finna kanínur, en þær voru allar í felum. Síðan löbbuðum við aftur í Naustahverfið og tókum strætó niður í bæ, ekki laust við að nokkrir væru orðnir aðeins þreyttir.  Þegar við komum niður í bæ þurftum við að stoppa aðeins í Skátagilinu, bara til að vera alveg viss um að við værum búin með nestið okkar. Þetta var frábær dagur í alla staði enda eru þessir krakkar algjörir snillingar.

Útskriftarhátíð á Jötunheimi

DSC_0656 (Small)

Föstudaginn 22. maí var haldin útskriftarhátíð fyrir nemendur á Jötunheimi. Það voru 28 spenntir Jötnar sem gengu í salinn og margir foreldrar og ættingjar sem voru komin til að fylgjast með. Krakkarnir byrjuðu á því að syngja þrjú lög, en það voru lögin Vorvindar glaðir, Krummi krunkar úti og Eyjafjörður er fagur. Flottari kór þarf að leita lengi eftir og krakkarnir stóðu sig mjög vel. Þá tók sjálf útskriftin við og Gerður aðstoðarskólastjóri og Inga deildarstjóri afhentu nemendunum útskriftarskjal og rós og þökkuðu þeim kærlega fyrir samveruna á þessum tíma. Það verður mikil eftirsjá eftir þessum stóra og flotta hóp og við erum alveg fullvissar um þessir duglegu krakkar eiga eftir að standa sig vel í skólanum. Sem betur fer eru þau ekki alveg hætt og við fáum að vera með þeim flestum fram að sumarfríi.

Hjólaskoðun á Jötunheimi

IMG_0096 (Small)

Krakkarnir á Jötunheimi eru mjög duglegir að hjóla. Um daginn fengu þau heimsókn frá Lögreglunni á Akureyri, sem skoðaði hjólin þeirra og hjálmana og talaði um umferðarreglunar. Það sem þarf að vera í lagi á hjólunum eru bremsurnar, bjallan og síðan þurfa að vera glitaugu að framan og aftan. Flestir fengu fínan límmiða frá lögreglunni að það væri búið að skoða hjólið, en sumir þurftu að lagfæra eitthvað og koma svo í „endurskoðun“. Þetta var skemmtilegur dagur og frábært að frá svona góða heimsókn frá vinum okkar í lögreglunni.

Afmæli og ný börn

Á mánudaginn byrjuðu Urður, Unnur, Katrín og Luka á Álfheimi. Á Miðvikudaginn héldum við upp á 2 ára afmælið hans Luka, hann bauð uppá melónu og epli og við sungum fyrir hann. Í dag (fimmtudag) héldum við upp á afmæli Unnar (2ára) og Úlfars (3ára), við sungum fyrir þau og þau buðu upp á jarðarber og vínber. Við óskum þeim öllum til hamingju með afmælið.

 

IMG_1239 IMG_1248

IMG_1252 IMG_1264 IMG_1274 IMG_1295 IMG_1300

Guðfinnur Snær 5 ára

Guðfinnur Snær hélt upp á 5 ára afmælið sitt á Þrymheimi. Hann valdi að syngja Iðavallarokk, Mér finnst best að borða og Það var einu sinni api ásamt því að bjóða vinum sínum upp á ávexti. Til hamingju með 5 ára afmælið Guffi!image

« Older Entries