Archive for 30/06/2015

Haukur Ingi hættir

Í dag er síðasti dagurinn hans Hauks Inga vinar okkar á Þrymheimi. Við þökkum honum fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar í skólanum okkar og óskum honum alls hins besta.

IMG_1062 (Custom)

Sigurgeir Bessi 5 ára

Sigurgeir Bessi hélt upp á 5 ára afmælið með vinum sínum. Í afmælinu valdi hann að lesa bókina Þegar Friðrik varð Fríða og síðan bauð hann upp á ávexti. Til hamingju með afmælið þitt Sigurgeir Bessi !

IMG_1053 (Custom)

Katla og Bjarki 3 ára

Katla og Bjarki héldu upp á 3 ára afmælin sín í vikunni og buðu upp á ávexti. Við sungum fyrir þau afmælissönginn og fleiri skemmtileg lög við gítarundirspil Gretu. Við óskum þeim til hamingju með afmælin. Í dag (föstudag 26. júní) fengu öll börnin á Iðavelli ís í útiverunni við mikinn fögnuð, nýjar myndir eru komnar á myndasíðuna okkar :)IMG_1679 IMG_1684 IMG_1691 IMG_1698

Óvissuferð 25. júní 2015

Í dag fórum við í óvissuferð með hópinn. Við gengum inn í miðbæ, hlupum upp allar kirkjutröppurnar og fórum svo alla leið upp í Lystigarð. Þar fengum við okkur epli, skoðuðum blómin, tjarnirnar og lékum okkur og sungum.

Síðan gengum við niður Spítalaveginn og fundum leynistíg sem við fórum niður og enduðum í Aðalstræti. Þar vorum við heppinn og sáum þegar gamla apótekið var flutt í burtu á stórum palli. Hanna Björg bauð okkur svo að leika í garðinum hjá sér og gaf okkur Brynju ís. Allir kátir og glaðir. Gengum svo alla leið í leikskólann aftur.

Aleksandra 5 ára

Aleksandra á Þrymheimi er orðin 5 ára. Hún hélt upp á afmælið með vinum sínum, valdi að syngja lögin um Fingurna, Siggi var úti og Litla flugan. Hún bauð síðan upp á ávexti. Til hamingju með 5 ára afmælið þitt Aleksandra !

IMG_0969 (Custom)IMG_0975 (Custom)

Jötunheimur í Listigarðinum

Börn og kennarar á Jötunheimi fengu sér göngu upp í Listigarð mánudaginn 15. júní í góðu veðri. Þegar upp í garðinn var komið byrjuðum við á að skoða myndasýningu sem þar er. Þar fundum við m.a. myndir af Fríðu, kennara á Jötunheimi, í hokkýbúningnum sínum og ömmu hennar Berglindar sem er djákni. Þegar við vorum búin að borða ávexti og drekka vatn fórum við í leikinn „Ertu vakandi Björn frændi“. Þá var mikið hlaupið. William sá mús inn á milli blómanna, hún var pínulítil. Á leiðinni til baka í leikskólann gengum við niður Grófargilið þar sem við hittum konu fyrir utan Ketilhúsið. Hún lét okkur fá listaverk sem Iðavallarkrakkarnir bjuggu til og hafði hangið á listasýningu í Ketilhúsinu. Við tókum það með okkur ásamt nokkrum sýningarskrám sem hún gaf okkur.

IMG_1126 (Small)

Ýmislegt á Glaðheimi í byrjun júní.

Nú í byrjun júní höfum við farið í tvær gönguferðir. Við fórum í sundlaugargarðinn og skemmtum okkur vel. Þar er skemmtilegt útidót sem gaman er að prufa og er allt öðruvísi en það sem við höfum hér í leikskólanum.

Hjóladagur var svo hjá okkur síðasta föstudag, börnin mættu með hjólin sín og hjálmana og voru dugleg að hjóla hér inni á lóðinni og skemmtu sér vel.

Einnig fórum við í heimsókn á Listasafnið til þess að skoða sýninguna „Sköpun bernskunnar“. Guðrún Pálína tók á móti okkur og sagði okkur aðeins frá verkunum. Við byrjuðum á að skoða verkið sem við tókum þátt í að gera í vetur og skoðuðum svo öll hin listaverkin.

IMG_2013

Hjóladagur, gönguferð og leikur

Í síðustu viku fóru öll börn á deildinni í stuttar gönguferðir í litlum hópum, sumir fóru að leika á Eiðsvelli en aðrir á róluvöllinn í Ránargötu. Börnin höfðu mjög gaman af því og voru dugleg að ganga. Síðasta föstudag (12.júní) var hjóladagur fyrir allar deildir leikskólans og börnin höfðu skemmtu sér við að hjóla á sínum hjólum og prófa önnur hjól.

Hér eru myndir.IMG_1561 IMG_1578 IMG_1623

« Older Entries