Archive for 03/07/2015

Amma Guðmundar gaf okkur ís

Í dag er síðasti dagurinn okkar fyrir sumarfrí. Amma Guðmundar fékk leyfi til að koma og gefa öllum börnum á Álfheimi ís í tilefni af því nafnið ,,amma ís“ festist við hana í vetur. Svo vildi til að einn daginn vel fyrir áramót kom amma að sækja Guðmund og sagði honum að hún ætlaði að gefa honum ís. Hann fór að kalla hana amma ís og öll börnin á Álfheimi fóru að kalla hana því nafni líka. Henni fannst því upplagt að fá að koma einn daginn með ís handa þeim. Við þökkum ömmu Guðmundar fyrir ísinn. Hafið það gott í sumarfríinu og sjáumst kát og hress í ágúst.
Davíð Kári hætti á Iðavelli á þriðjudaginn og Elva Ósk er að hætta hjá okkur í dag. Við óskum þeim góðs gengis á nýjum stöðum og þökkum þeim fyrir samveruna.

IMG_2133

Síðasta vika fyrir sumarfrí

Sumarfríið er rétt að skella á, við ætlum að njóta frísins og koma hress og endurnærð til baka. Þessa síðustu viku höfum við brallað eitt og annað. Við bjuggum til hengirúm úr gardýnum undir borði, þótti það mjög spennandi og huggulegt að liggja þar og njóta.

IMG_2118Í morgun sáum við frá leikskólanum að skemmtiferðaskip var við bryggjuna og fórum í gönguferð til að sjá það betur. Það var risastórt.

IMG_2126 IMG_2130

Takk fyrir veturinn og hafið það gott í sumarfríinu.