Archive for 31/08/2015

Milan afmæli

IMG_0039 (Small)

Milan hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum í dag við sungum afmælissönginn og hann blés á kerti. Hann bauð uppá jarðaber, epli og banana. Lögin sem hann valdi að syngja eru Óskasteinar og Krummi krunkar úti.

Fjögur afmæli

IMG_1799 IMG_1793

 

 

 

 

 

 

Á föstudaginn (21. ágúst) héldum við uppá 2ja ára afmæli Emblu og Birgittu og í dag (24.ágúst) héldum við uppá 2ja ára afmæli Alexei og Elmars. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög fyrir afmælisbörnin og Greta spilaði undir á gítar. Eftir það buðu afmælisbörnin upp á ávexti. Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.

IMG_1773 IMG_1780

Kartöflugarður stunginn upp

Börnin stungu upp kartöflugarðinn í morgun, 8. júní. Börn af öllum deildum komu og prófuðu að stinga niður stungugafflinum og róta í moldinni. Mikil umræða um kartöflur, ánamaðka (sem eru mjög góðir fyrir kartöflurnar) og ýmsar nytjajurtir áttu sér stað á meðan. Einnig var beðið með graslauknum hreinsað og smakkað á honumí leiðinni. Kanínurnar okkar fengu fullt af fíflablöðum og annað illgresi að borða.
IMG_0435 (Small)

 

Haukur Ingi 5 ára

Haukur Ingi hélt upp á 5 ára afmælið með vinum sínum á Þrymheimi. Hann valdi að syngja löginn Það var einu sinni api, Þorraþræll og Mér finnst best að borða. Síðan bauð hann upp á ávexti. Til hamingju með daginn !