Archive for 29/10/2015

Hreyfing í sal Oddeyrarskóla

Í dag fóru Ada Sóley, Aleksei, Elmar, Birgitta, Embla Karen og Karitas í íþróttasalinn í Oddeyrarskóla. Við lékum okkur með bolta, æfðum okkur að klifra í rimlunum og æfðum jafnvægi með því að ganga á löngum, breiðum bekk. Allir voru duglegir í þessari ferð og allir skemmtu sér vel.

IMG_2479 IMG_2477 IMG_2474 IMG_2472

 

 

Afmæli Iðavallar

IMG_0963 (Custom)

Í dag héldum við upp á afmæli Iðavallar, en leikskólinn verður 56 ára 24. október.

Við fórum öll í salinn og sungum afmælislagið fyrir leikskólann og Ósk spilaði á gítarinn. Það var svo gaman að við ákváðum að syngja líka Litalagið, Nammilagið og Við erum söngvasveinar. Síðan var boðið upp á bíó í salnum, nokkur Lubba-lög og síðan stutta mynd. Í hádeginu var boðið upp á hamborgara og steiktar kartöflur – þetta var mikil veisla. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Morgunverðartími lengist

Ákveðið hefur verið að lengja morgunverðartímann í leikskólanum.
Boðið verður upp á morgunverð frá kl.8:00 til 8:45.
Breytingin tekur gildi strax eftir helgi.

Rauði og guli hópur í Oddeyrarskóla

P1160128 (Custom)

Þá var komið að síðustu skólaheimsókninni í bili og í dag voru það rauði og guli hópurinn sem fóru. Fyrst lékum við okkur í smástund úti og það er alltaf jafn gaman að hitta gömlu Jötnana og sumir eru svo heppnir að hitta systkini sín. Síðan fór guli hópurinn í íþróttir til hans Heimis og fóru í skemmtilegan Tarsan leik – þau voru vel sveitt þegar þau komu til baka. Rauði hópurinn fór í stærðfræðitíma til hennar Svölu og þar voru þau að spila og lita, en samt að æfa sig að telja og þekkja tölustafina – mjög skemmtilegt.

Það er ótrúlega gaman að fá að fara með þessum duglegu krökkum á Jötunheimi í svona heimsóknir, þau eru ótrúlega dugleg að taka þátt og fara eftir fyrirmælum.

Jötunheimur í bangsasögustund

IMG_0889 (Custom)

Miðvikudaginn 21. október fóru krakkarnir á Jötunheimi í bangsasögustund til hennar Herdísar á bókasafninu. Litahóparnir fóru saman og þau voru mjög dugleg að hlusta á skemmtilegu söguna hennar Herdísar. Sagan fjallaði um stóran bangsa og vini hans í leikskólanum, sem settu upp sýningu og buðu vinum sínum í öðrum leikskóla að koma. Herdís var einmitt í bangsabúningi og það var mjög skemmtilegt. Síðan fengum við að skoða sýninguna um hana Nálu og riddarana, en þar má einmitt hlusta, teikna, sauma og skoða. Mjög skemmtilega uppsett sýning fyrir börn.

« Older Entries