Archive for 25/11/2015

Jæja loksins fréttir

Hér hefur verið líf og fjör undanfarið. Mikil útivera og skemmtilegur leikur. Bangsadagur var hjá okkur í október og náttfatadagur var í nóvember. Hér eru fleiri myndir.

IMG_4111

Við höfum sett upp jólaljósin hjá okkur og erum farin að huga að jólunum.

IMG_4180

Afmæli Jósýjar og dagur íslenskrar tungu

Í dag héldum við upp á afmælið hennar Jósýjar. Við sungum og Jósý bauð upp á ávexti. Í tilefni af degi íslenskrar tungu var bókadagur og við lásum bækurnar sem börnin komu með að heiman. Við fengum líka góða gesti en börn í 4. bekk Oddeyrarskóla komu í heimsókn og lásu fyrir okkur ljóð og sungu.

IMG_2865 IMG_2883

Dagur íslenskrar tungu

IMG_1155 (Custom) IMG_1154 (Custom) IMG_1153 (Custom)

Í dag komu nemendur úr 4. bekk Oddeyrarskóla og lásu fyrir okkur ljóð. Einnig sungu þau fyrir okkur lagið á íslensku má alltaf finna svar.  Takk fyrir komuna krakkar!

Heimsókn á Bílaverkstæði Höldurs

IMG_1144 (Custom)

Í dag fengum við á Jötunheimi að fara og heimsækja pabba hans Kjartans Loga í vinnuna. Guðni, pabbi hans, vinnur á Bílaverkstæði Höldurs og við vorum mjög spennt að fara í þessa heimsókn. Áður en við fórum af stað vorum við búin að ræða hvað sé gert á bílaverkstæðum og krakkarnir voru sammála um að þetta væri eins og sjúkrahús fyrir bíla. Við fengum að fara inn og skoða bílana sem voru á verkstæðinu. Sumir voru bilaðir, aðrir höfðu lent í árekstri og svo var meira að segja sjúkrabíll, sem var upp á stórri lyftu og var verið að gera við. Á verkstæðinu er líka verið að laga bíla sem eru beyglaðir og þarf að lakka upp á nýtt. Við sáum mikið af flottum verkfærum og duglegu starfsfólki. Heimsóknin gekk mjög vel, enda eru krakkarnir á Jötunheimi mjög duglegir að fylgjast með og fylgja reglunum. Á leiðinni heim komum við aðeins við á leikvellinum við Oddeyrarskóla. Takk kærlega fyrir að taka á móti okkur Guðni!

Axel afmæli

IMG_1068 (Custom)

Í dag hélt Axel upp á 5 ára afmælið sitt í leikskólanum, hann valdi að syngja Krummi svaf í klettagjá, krummi krumkar úti og Höfuð, herðar, hné og tær. Hann bauð upp á vatnsmelónu og vínber í vatnsmelónuskál. Til hamingju Axel

« Older Entries