Archive for 30/12/2015

Jólalandið hjá Nonna og Guggu

 

IMG_1764 (Custom)

Í dag fórum við á Jötunheimi í strætóferð heim til Guggu og Nonna. Bílskúrinn þeirra er búinn að breytast í stórkostlegt jólaland og það var ótrúlega gaman að fylgjast með krökkunum skoða jólalandið. Krökkunum fannst Nonni ótrúlega duglegur að búa þetta til og setja þetta upp. Sólveigu, Aleksöndru og Kjartani þóttu úlfarnir flottastir, Elínborgu fannst álfadrottningin, Hrafnhildi fannst jólasveinninn með gjafirnar flottastur, Aysu, Daníel, Sigurgeiri og Axel fannst lestin, Rósu, Daníel, Daða, Evu Jónu og Kristjáni fannst allt flottast. Þetta var algjör ævintýraferð og takk fyrir að leyfa okkur að koma og heimsækja jólalandið!

Strætóferð Jötunheims á morgun þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 22. desember, ætlum við á Jötunheimi að fara í strætóferð heim til Guggu kennara og skoða jólalandið sem er í bílskúrnum hennar. Við ætlum að biðja alla að koma fyrir 8:30 og þeir sem hafa ekki tök á því að koma fyrir þann tíma, fá að vera með krökkum og kennurum á Þrymheimi.

Jötnar á Jó-hóhó-laballi

IMG_1661 (Custom)

Í dag var jólaball í leikskólanum og það var mjög skemmtilegt. Heimir Bjarni kom og spilaði á gítar og söng með okkur og það gekk mjög vel, enda vorum við búin að æfa okkur mjög vel. Stekkjastaur og Giljagaur komu svo í heimsókn og dönsuðu með okkur í kringum jólatréið og færðu okkur jólasveinahúfur að gjöf. Sumir mundu eftir því að þeir höfðu verið hræddir við jólasveinana í fyrra, en það var enginn hræddur núna. Við fengum svo góðan mat og ís í eftirmat :)

Minjasafnsferð Jötunheims 2.0

IMG_1557 (Custom)

Í dag fór seinni hópurinn í ferð á Minjasafnið til þess að skoða jólasýninguna þeirra. Við tókum strætó inn í innbæ og þegar við komum á Minjasafnið tók hún Ragna, sem er safnakennari, á móti okkur. Hún sagði okkur frá jólunum í gamla daga og sýndi okkur gömul dagatöl, lýsislampa, tólgarkerti, ask og þvöru. Krakkarnir voru mjög áhugasamir, en flestum þótti mest spennandi að kíkja inn í fjallið þar sem Grýla og jólasveinarnir eiga heima. Þá þarf maður að nota vasaljós og lýsa inn fjallið til þess að reyna að sjá inn. Við fórum svo með strætó í jólaljósaleiðangur og sáum mikið af fallegum ljósum. Stoppuðum aðeins í miðbænum áður en við fórum í leikskólann. Þá komumst við að því að við vorum ekki nógu mörg til þess að dansa í kringum jólatréið, en alveg nógu mörg til þess að dansa í kringum jólaköttinn! Hér má sjá myndir sem krakkar og kennarar tóku í þessari skemmtilegu ferð.

« Older Entries