Archive for 31/03/2016

Fótamálning

Í dag fengu nokkur börn á Glaðheimi skó úr bóluplasti, stigu svo ofan í bakka með málningu og gengu á pappír á gólfinu. Það fannst þeim bæði skrýtið og skemmtilegt. Hér eru fleiri myndir.

image

 

Gönguferð hjá græna- og rauða hóp

image image

Græni og rauði hópur fóru í gönguferð í hópastarfi í morgun. Við fórum á leikvöllinn við Ránargötu. Fyrir utan rólurnar og rennibrautina var einnig afar skemmtilegur stór snjóhóll sem gaman var að klifra upp á og renna sér niður í blíðviðrinu.

 

Víkingur Kári 2 ára

Víkingur Kári hélt upp á tveggja ára afmælið sitt í dag. Við sungum afmælissönginn og svo valdi Víkingur að syngja Krummi krunkar úti og Litalagið. Hann bauð svo upp á epli og banana.

IMG_4657 IMG_4663

Birgir á afmæli

Í dag hélt Birgir upp á tveggja ára afmælið sitt. Við sungum afmælissönginn og Kalli litli köngulló og svo bauð Birgir upp á melónur og vínber.

IMG_4580

IMG_4574  IMG_4595

« Older Entries