Archive for 29/04/2016

Rökkvi Hrafn 2 ára

Rökkvi Hrafn hélt upp á 2 ára afmæli sitt í dag. Hann fékk kórónu og sat á afmælisstólnum okkar. Greta spilaði á gítar og við sungum afmælissönginn fyrir Rökkva, við fengum okkur svo banana og epli. Til hamingju með afmælið Rökkvi !

IMG_4883 IMG_4884 IMG_4885

Bjarni 5 ára

Bjarni varð 5 ára í dag og hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum. Hann valdi 3 lög sem við sungum saman; Lítið lasið skrímsli, Nú skal syngja um kýrnar og Einn var að smíða ausutetur. Svo sungum við fyrir hann afmælissönginn sem endaði á fimmföldu húrrahrópi. Að þessu loknu bauð Bjarni upp á ávexti sem runnu ljúflega niður.

IMG_3130 IMG_3136 IMG_3139

Sólon Eldur 4 ára

Sólon Eldur átti afmæli um daginn og hélt hann upp á það í leikskólanum í dag. Hann bauð börnunum ávexti og svo var dansað við súperman lagið. Til hamingju með daginn :) Hér eru nokkrar myndir

IMG_5768

Sigþór Árni 5 ára

image image

 

Sigþór Árni hélt upp á 5 ára afmælið sitt á Þrymheimi í dag. Hann valdi að syngja Nammilagið, Sól sól skín á mig og Dvel ég í draumahöll. Hann bauð upp á epli og perur. Til hamingju Sigþór!

Lubbi finnur málbein í Krakkarúv

Lubbi verður í Krakkafréttum á RUV nk fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þá verður sýnt frá upphafi Lubbaleiksins í leikskólunum Jötunheimum á Selfossi og Iðavelli á Akureyri. Lubbi hvetur ykkur til að fylgjast með. Hvaða málbein ætli börnin hjálpi Lubba að finna?

Rugludagur á Glaðheimi

Á föstudaginn var rugludagur hjá okkur í leikskólanum.

Við á Glaðheimi vorum nú heldur betur í ruglinu og borðuðum morgunmat af stólunum og sátum á borðinu sem var á hvolfi á gólfinu. Sumir mættu í öfugsnúnum fötum með nærbuxur á höfðinu, í sitthvorum sokknum og fleira skemmtilegt.

IMG_5603

Hér eru fleiri myndir.

« Older Entries