Archive for 30/05/2016

Vorhátíð og íþróttasalur

IMG_5097 IMG_5099 IMG_5124 IMG_5167

Í morgun gengu allir á Álfheimi í Oddeyrarskóla þar sem við fórum að sprikla í íþróttasalnum. Við tókum fram bolta, bönd, dýnur og jafnvægisslá og gerðum ýmsar æfingar með þeim. Hér eru myndir frá Vorhátíðinni á föstudaginn og salnum í dag.

Heimsókn frá Tónlistarskólanum

 

Í dag fengu börnin á Iðavelli góðan gest í heimsókn. Það var hann Ívar Helgason, kennari í Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann kom með gítarinn með sér og söng nokkur vel valin lög með börnunum og þau tóku vel undir.

Takk fyrir komuna Ívar!

IMG_4617 (Custom) IMG_4618 (Custom)IMG_4614 (Custom)

 

Heimsókn og útisulldagur

Í gær fengum við Karólínu og Sigrúnu af Jötunheimi í heimsókn á Álfheim. Þær voru hjá okkur fram að útiveru og léku við börnin og hjálpuðu börnunum svo í útiföt.

Í dag (26.05.)var útisulldagur þar sem sprautað var úr brunaslöngum úr sitthvorum enda hússins. Það var frekar hvasst hjá okkur en börnin höfðu flest gaman af því að láta vatnið skvettast á sig. Hér eru myndir frá þessum tveimur dögum.

IMG_5060 IMG_5064 IMG_5065 IMG_5070

 

Útskriftarferð Jötunheims

 

IMG_4296 (Custom)

Krakkar og kennarar á Jötunheimi fóru í útskriftarferð í gær. Við tókum strætó upp í Naustahverfi og löbbuðum svo upp á Hamra. Vindurinn tók hressilega á móti okkur og það var ótrúlegt hvað krakkarnir (og kennararnir) voru duglegir að labba. Þegar við komum upp á Hamra var gott að geta sest aðeins inn og við fengum okkur smá hressingu. Þá voru allir tilbúnir að fara út og leika sér og aparólan var sérstaklega vinsæl. Eins voru nokkrir sem prófuðu að tálga og það gekk mjög vel. Í hádeginu fengum við grillaða hamborgara og þeir runnu ljúflega niður. Þegar við vorum búin að borða fórum við í smá leiðangur um Hamra og vorum að reyna að finna skátatröllið. Við leituðum víða en fundum það ekki, enda er það pínu feimið. Krakkarnir voru viss um að það hefði farið upp í hamrana til að grilla sykurpúða :) Ferðin tilbaka gekk vel, enda auðveldara að ganga með vindinn í bakið. Á meðan við biðum eftir strætó fylgdumst við með smiðum, sem voru að byggja hús við Kjarnagötu, enda mjög spennandi að sjá þegar þeir voru að sprauta steypunni. Þegar við komum aftur í leikskólann voru allir orðnir pínu þreyttir, en við settumst út á hól og kláruðum nestið okkar og hresstumst við það. Takk fyrir skemmtilega ferð!

P.S. Krakkarnir tóku flestar myndirnar sjálf!

Unnur Birna 3 ára

Unnur Birna hélt upp á 3 ára afmælið sitt á mánudaginn. Það var svo gott veður að við sungum fyrir hana úti í góða veðrinu og svo bauð hún börnunum upp á samlokur í útikaffitímanum. Til hamingju með daginn:)

Hér eru nokkrar myndir

IMG_5967

Geimverur og glimmer

Elstu börnin hafa verið í sögugerð í vetur. Þeim er skipt í þrjá hópa og sagan sem fyrsti hópurinn gerði, hét Áslákur í ævintýraskóginum og er um tröllið Áslák, besta vin hans sem er kisan María og hvernig þau hjálpa til við að bjarga Tinnu prinsessu sem drekinn og úlfurinn rændu. Næsti hópur gerði ævintýrið um Hafdísi hafmeyju og sjóræningjann Flækjufót og hvernig þau fundu fjársjóðs kistu á hafsbotninum sem innihélt meðal annars töfradrykk. Ævintýri þriðja hópsins fjallar svo um geimverurnar Kadda og Rósu. Kaddi býr á sólinni en Rósa á bleikri glimmerstjörnu, þau fara til jarðarinnar til að kæla sig í sjónum og hitta þá mannveru sem fer með þeim í ferðalag. Þau eru búin að vera mjög dugleg öll að taka þátt, sumir eru mjög frjóir í sögugerðinni og aðrir eru kannski meira að teikna og myndskreyta sögurnar. en hér eru nokkrar myndir af geimævintýrinu, myndir af hinum sögunum er líka að finna á vefnum okkar.

IMG_4213 IMG_4214 IMG_4217 IMG_4220 IMG_4222 IMG_4224

Luka 3 ára

Luka hélt upp á 3 ára afmæið í dag, í tilefni dagsins bauð hann upp á jarðaber, melónu og banana og svo var dansað við superman lagið. Til hamingju með daginn :)

Hér eru nokkrar myndir.

IMG_5911

 

« Older Entries