Archive for 08/07/2016

Myndir -júní/júlí

Nú erum við búin að hafa það gott síðustu vikur fyrir sumarfrí, í síðustu viku leiruðum við, fórum í dúkkuleik og fleira og í dag komu allir í búningum í leikskólann og við borðuðum ávextina úti. Sjá myndir hér.

IMG_5396 IMG_5400 IMG_5419 IMG_5429

Jötnar í gönguferð.

IMG_4911 (Custom)

Í dag fórum við á Jötunheimi í strætó- og gönguferð. Við tókum strætó í bænum og fórum úr strætó í Borgarbraut. Þaðan gengum við að stígnum sem liggur meðfram Gleránni. Þar sáum við margt sem vakti forvitni okkar, til dæmis hús sem býr til rafmagnið fyrir okkur, helli og svo sáum við einnig risastóran stein og höldum við að það hafi verið lykill fastur í steininum. En það er alveg sama hvaða töfraorð við sögðum og reyndum að snúa lyklinum gátum við ekki opnað. Á heimleiðinni hittum við Gísla pabba Hrafnhildar. Hann bauð okkur að koma inn í Advania (þar sem hann vinnur) og gaf okkur vatn að drekka og vínber. Þar fengum við líka að prufa fótboltaspil. Takk fyrir okkur Gísli!

Því miður varð myndavélin straumlaus en hér koma nokkrar myndir frá ferðinni.

 

 

Útisull og fleira á Glaðheimi

Eftir marga sólardaga hefur rigningin tekin við. Börnin hafa sullað mikið í bleytunni og skemmt sér vel. Nokkur börn fóru með Steinunni og Theresu heim til Helgu Maríu kennara á Þrymheimi og sóttu hindberjarunna sem var svo gróðursettur á leikskólalóðinni.

IMG_6442 IMG_6431