Archive for 31/08/2016

Svart og hvítt

Í Listasmiðjunni ætla ég að byrja á því að vinna með svart og hvítt, áður en þau fara að vinna með liti og litablöndun. Margir vilja meina þetta ætti í raun að vera fyrsta ögrunin í skapandi starfi að rannsaka svarta og hvíta málningu,  eitthvað sem getur staðið fyrir upphaf og endi, ljós og skugga og gefur okkur betri hugmynd um hvernig við horfum á og skiljum liti. Einnig er það gott tækifæri fyrir þau að vinna með alls kyns pensla, eða mála með fingrunum og rannsaka þannig áferð og mismunandi pensilstrokur,  en ekki  vera að einblína á hvaða litir eru fallegir eða eru uppáhaldslitir :)  svarti liturinn vekur oft öflugar tilfinningar og ef hann er settur með öðrum litum sem þau geta valið um þá vill hann oft verða dálítið ríkjandi. Einnig finnst mér líka mikilvægt að gefa börnunum nægan tíma, spjalla við þau á meðan þau eru að mála og hvetja þau til að vera ekki að flýta sér.

 

IMG_0046 IMG_0044 IMG_0043 IMG_0042

 

Embla 3 ára

Við héldum upp á 3 ára afmæli Emblu Karenar þann 11.08. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög við gítarundirspil Gretu, eins og venjan er á afmælum. Embla bauð upp á ananas og melónur. Við óskum Emblu til hamingju með afmælið.

IMG_5435 IMG_5439 IMG_5440 IMG_5442

Elmar Freyr 3 ára

Elmar Freyr hélt upp á afmælið sitt í dag. Við sungum afmælissönginn, litalagið og í leikskóla er gaman. Elmar bauð upp á vínber og melónu. Til hamingju með afmælið.

IMG_5466 IMG_5467 IMG_5470 IMG_5473

Aleksei 3 ára

Í dag héldum við upp á 3 ára afmæli Aleksei. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög og Aleksei bauð upp á vínber. Við óskum honum til hamingju með afmælið.

IMG_5451  IMG_5452

IMG_5456   IMG_5457

Andrea Ósk 3ja ára

Í dag héldum við upp á afmælið hennar Andreu Óskar. Hún bauð upp á vínber og melónu og svo dönsuðum við við súperman-lagið. Til hamingju með afmælið!

 

imageimage

 

 

Birgitta Ósk 3 ára

Í dag héldum við upp á 3ja ára afmæli Birgittu Óskar. Við sungum fyrir hana afmælissönginn og fleiri lög og Greta spilaði undir á gítar, eins og venjan er á afmælum. Birgitta bauð upp á banana. Við óskum Birgittu til hamingju með afmælið.

IMG_5429 IMG_5430 IMG_5431