Archive for 27/09/2016

Heimsókn frá Slökkviliðinu

img_0292 img_0194

Í gær komu þeir Alli og Hólmgeir frá Slökkviliði Akureyrar til okkar í heimsókn. Þeir voru að kynna fyrir krökkunum eldvarnarverkefnið Logi og Glóð, en krakkarnir á Jötunheimi fá að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og sinna eldvarnareftirliti í leikskólanum okkar. Markmið verkefnisins er þríþætt:

 

  1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
  2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
  3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.

Hólmgeir sýndi okkur líka hvernig hann fer í slökkviliðsgallann og setur á sig grímuna, þá varð hann næstum eins og ofurhetja! Við fengum líka að skoða slökkvibílinn, en þar sáum við dæluna, sem dælir vatninu í slöngurnar, ýmiskonar verkfæri eins og kúbein og öxi og klippur sem klippa bíla. Við fengum líka að setjast inn í slökkvibílinn og það var mjög skemmtilegt. Við fengum líka heimsókn frá Dillu og fjórum duglegum krökkum frá Álfaborg á Svalbarðseyri. Takk fyrir komuna!

2 ára afmæli Maríönnu

Í dag héldum við upp á 2 ára afmælið hennar Maríönnu. Við sungum afmælissönginn, A lagið úr Lubba og Kalli litli könguló. Maríanna bauð svo upp á melónu. Við óskum Maríönnu til hamingju með afmælið.

img_5741  img_5731

 

Natalía Margrét 2 ára

Í dag héldum við upp á 2 ára afmæli Natalíu Margrétar. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög við gítarundirspil Gretu og Natalía bauð upp á melónur. Til hamingju með afmælið Natalía.

img_5705 img_5706 img_5704 img_5702 img_5701

Fjölmenningardagur

í gær (miðvikudag) var Fjölmenningardagur og af því tilefni komu allar deildir leikskólans saman í sal og sungu saman Meistari Jakob á ensku, íslensku og búlgörsku.

image

 

 

« Older Entries