Jötunheimur – 414 3748

 

Á Jötunheimi eru 22 börn á aldrinum 5-6 ára.

Starfsmenn deildarinnar eru fjórir Inga, Olla, Hanna og Kittý.

IMG_1320 IMG_1321 DSC_0003 (2) (Small)  IMG_6647 (2)

Kennslufræðileg áhersla
Á Jötunheimi vinnum við með hljóð, takt og rím, tölur og talnagildi, hlustun og eftirtekt og margt fleira meðal annars til að undirbúa frekara lestrar-,skriftar og reikningsnám.Við erum með vinnustundir þar sem börnin eru að æfa sig með bókstafi, tölur og hugtök og þar inni er einnig hugað að lesáttinni. Einnig er þessi vinna unnin í öllum athöfnum dagsins.
Við vinnum með sjálfbærni, sem felur í sér virðingu fyrir umhverfinu, ábyrgð, heilbrigði og lýðræðisleg vinnubrögð, velferð, lýðræði og mannréttindum. Við gerum það m.a. með því að fara í vinnustaðaheimsóknir og heimsóknir á mismunandi staði í bænum til að börnin þekki umhverfi sitt og læri að ganga um það af virðingu. Börnin kjósa um það sem ágreiningur er um t.d. hvert á að fara í gönguferð eða hvaða bók á að lesa og læra að sætta sig við að meirihlutinn ræður. Þau læra að þau geta haft áhrif á ýmislegt sem gerist í leikskólanum ef þau tjá sig um það.
Við vinnum með jafnrétti sem er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast og skapa á eigin forsendum. Kennarar eru meðvitaðir um að öll smáatriði skipta máli þegar kemur að jafnrétti. Það skiptir máli hvernig við tölum og hvernig við bregðumst við því sem börnin eru að ræða.

Á Jötunheimi er skólasamstarf við Oddeyrarskóla

Samstarfsáætlun Iðavallar og Oddeyrarskóla vetur 2018 2019