Sandra Marý 2 ára

Í morgun héldum við uppá 2 ára afmæli Söndru Marý. Við sungum afmælissönginn, um kóngulóna, litalagið og fleiri lög. Sandra Marý bauð uppá epli og appelsínur.
Til hamingju með afmælið Sandra :)

IMG_7801 IMG_7804 IMG_7808

16. júní 2017

Við fórum í skrúðgöngu í bæinn í dag. Við gengum Strandgötuna, upp á Ráðhústorg, í gegnum miðbæinn og Glerárgötuna til baka. Við sungum Hæ hó jibby jei, það er kominn 17.júní á leiðinni, sáum flottan bíl og vorum svo heppin að sjá „Núðlubak“ (hnúfubak) þegar við gengum eftir Glerárgötunni á heimleiðinni. Þetta var skemmtileg ferð og gekk mjög vel í alla staði.

IMG_8416

Hér eru Fleiri myndir.

Arney Emelía 2 ára

Í dag héldum við uppá 2 ára afmæli Arneyjar Emelíu. Hún bauð uppá jarðarber og við sungum afmælissönginn og fleiri lög. Til hamingju með afmælið Arney ! :)

IMG_7765 IMG_7769 IMG_7778

Birkir Kári og Guðbjörg afmæli

Við erum búin að halda tvö afmæli í maí. Birkir Kári hélt uppá 2 ára afmælið sitt og bauð uppá ávexti. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög. Til hamingju með 2 ára afmælið Birkir Kári !

IMG_7566 IMG_7573

Guðbjörg hélt upp á 3 ára afmælið sitt og bauð uppá gula melónu og vínber. Við sungum afmælissönginn og Guðbjörg valdi að syngja lagið um hjólin á strætó. Einnig sungum við lagið um kóngulóna sem spinnur vef. Til hamingju með afmælið Guðbjörg Freyja !

IMG_7649 IMG_7658

Heimsóknir Glaðheims á Listasafnið/Ketilhús

Við fórum með börnin í tveimur hópum og skoðuðum sýningu á myndum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, í Ketilhúsi. Einnig skoðuðum við myndir af sýningunni Töfruð djúp, eftir listakonuna Alana LaPoint. Heiða sagði okkur frá og sýndi okkur margar myndir. Hún las svo fyrir okkur söguna „Kötturinn sem hvarf“ eftir Nínu og börnin fengu að lita myndir. Fleiri myndir hér.

IMG_7952 IMG_7976

« Older Entries Recent Entries »