news

Hugmyndaauðgi á covit-19 tímum

20. 03. 2020

Hér í Ieikskólanum Iðavelli eru börn og starfsfólk einstaklega hugmyndarík þessa dagana. Alla jafna er baklóðin okkar ekki nýtt mikið til útiveru, en þegar skipta þarf hópnum í litlar einingar nýtum við öll rými - líka úti.
Núna hafa börnin í einu hólfinu (hólf hafa tekið við af hefðbundnum deildum) verið í útiveru við skólastjóraskrifstofuna í tvo daga. Þau eru að finna grýlukerti í snjónum, en líka að gera snjóhús og þá fær gluggi skólastjóra að vera einn veggurinn. Það finnst mér dásamlegt, þá get ég opnað gluggann minn og spjallað við þau, en núna sjáumst við ekkert annars. Ég fæ reglulega gluggaknús og vink :-)

© 2016 - 2021 Karellen