news

Skólahald eftir 4 maí, school after 4th of may

24. 04. 2020

Kæru foreldrar

Eins og þið hafið væntanlega séð hefst hefðbundið skólastarf mánudaginn 4 maí. Það þýðir í raun að við förum í okkar gamla og góða form í skólastarfinu, það eina sem verður öðruvísi er aðgangur foreldra að skólanum. Hann á áfram að vera takmarkaður eins og hægt er. Þrif og sótthreinsun áfram í forgangi.

Öll börn geta komið í skólann frá 4 maí þar sem fjöldatakmarkanir eru felldar úr gildi. Hins vegar:
Við verðum áfram með 6 innganga og biðjum foreldra að koma með barn/börn í rétta innganga. Deildarstjórar senda ykkur hvert þið farið, það verður örlítil breyting frá því skipulagi sem núna er. Foreldrar koma EKKI inn í skólann þar sem við getum ekki tryggt 2 metra regluna milli fólks innandyra.

Þetta skipulag gildir fram að næstu fyrirmælum almannavarna sem eiga að koma út 4.júní.

Við minnum á að fimmtudaginn 30 apríl (daginn fyrir 1maí) er lokað í leikskólanum frá kl.12:00 vegna starfsmannafundar. Þessi fundur er á skóladagatali 2019-2020.

Bestu kveðjur – við hlökkum mikið til að nálgast eðlilegt skólastarf

Dear parents

As you have probably seen, traditional schooling begins on Monday, May 4th. It means that we are getting into our old and good form in school work, the only thing that will be different is parents' access to school. It should remain as limited as possible. Cleaning and disinfection still remain a priority.

All children can come to school from May 4. because limitations have been cancelled. On the other hand:

We will continue with 6 entrances and ask parents to bring a child / children to the correct entrance. The Heads of Department will send you which one you use, there will be a slight change from the current plan. Parents do NOT come into the school as we cannot guarantee the 2 meter rule between people indoors.

This plan is valid until the next order on civil protection, which is due June 4th.

We remind you that Thursday April 30 (the day before May 1) school closes at 12:00 due to staff meeting. This meeting is on the school calendar 2019-2020.

Best regards - we are very much looking forward to normal schooling

Anna Lilja Sævarsdóttir
Skólastjóri Iðavallar
annalilja@akmennt.is


© 2016 - 2021 Karellen