news

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars

13. 03. 2020

Sælir foreldrar.

Eftirfarandi tilkynning er frá fræðsluyfirvöldum á Akureyri:

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.

Due to the latest development in defence against covid-19 school is CLOSED on Monday, 16. mars. This is done so that headmasters and teachers can prepare school operation under the new directions from our government.
Please follow news on our website, facebook – foreldrafélag iðavallar, and your email.

Bestu kveðjur, Best regards

Anna Lilja Sævarsdóttir
Skólastjóri Iðavallar

© 2016 - 2021 Karellen