Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi er skipt í innra og ytra mat. Innra mat fer fram innan skólans og er því sjálfsmat skólans, það er unnið af starfsfólki skólans. Markmið innramats er að tryggja að starfsemi skólan sé í samræmi við lög, reglugerði og aðalnámskrá. Innra mat á að stuðla að umbótum í starfi skólans og að efla skólaþrjóun. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Sjá lög um leikskóla VII. kafli; Mat og eftirlit með gæðum leikskólastarfs.

Innra mat

Innra mat er samofið öllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu starfi skólans. Á Iðavelli er unnið eftir Langtíma áætlun (4 ára áætlun) og Ársáætlun. Út frá Langtíma og ársáætlun er innra mat unnið.

Ytra mat

Akureyrarbær sinnir ytra mati með reglulegum foreldrakönnunum og skólinn hefur farið í gegnum úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis sem sinnir ytra mati fyrir alla leikskóla á landinu.

Matstæki

Gátlistar og kannanir eru dæmi um matstæki sem nýtt eru til að meta þætti skólatsarfsins. Ýmis matstæki eru notuð í leikskólanum í tengslum við sérkennslu, en við notum TRAS, MIO og HLJÓM-2 sem skimunarverkfæri fyrir öll börn í leikskólanum.
TRAS er skráning á málþroska og félagsþroska ungra barna. TRAS-skráningartækið hjálpar leikskólakennurum að finna þau börn sem hafa frávik í málþroska og grípa inn í með markvissum aðgerðum ef um frávik er að ræða með snemmtækri íhlutun.
MIO er matstæki sem skoðar stærðfræðiþekkingu og hugtök.
HLJÓM-2 er greiningartæki sem er lagt fyrir að hausti til að meta hljóðkerfisvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Þar er verið að kanna þættina rím, samstöfur, samsett orð, hljóðgreiningu, margræð orð, orðhlutaeyðingu og hljóðtengingu. Í framhaldinu er unnið áfram með þá þætti sem hafa komið slakir út hjá einstaka börnum og foreldrar allra barna fá leiðbeiningarblað um hvernig megi vinna heima.

Iðavöllur hefur gert námsmatshandbók sem er leiðarvísir um það námsmat sem fer fram á Iðavelli og er hugsuð til þess að hafa yfirsýn yfir námsmat á öllum deildum, ásamt því að gera verklag aðgengilegt.

Greinagerðir um innra mat og umbótaáætlanir

Langtíma- og ársáætlun 2022-2023

Langtíma- og ársáætlun 2021-2022

Tímalína innramats

Skýrsla innra mats 2023

Skýrsla innra mats 2022

Skýrsla innra mats 2021

Ytra mat MMR 2010

Sjálfsmat - lokaskjal

© 2016 - 2024 Karellen