news

Frá fræðslustjóra

17. 04. 2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Skólastarf í leikskólum Akureyrarbæjar fer ágætlega af stað eftir páska. Skipulag er óbreytt frá því sem var og verður þannig í það minnsta fram til 4. maí. Enn er neyðarstig almannavarna í gildi og við munum halda í heiðri öll tilmæli sem því fylgir þar til ný tilmæli koma.

Þetta þýðir að skólunum verður áfram skipt í sóttvarnahólf þar sem hámark 15 börn mega vera í á sama tíma. Til að geta haldið skólastarfi gangandi með þessu fyrirkomulagi var óskað eftir því við ykkur í lok mars að hafa börn heima ef þess væri kostur. Þetta var ekki krafa heldur vinsamlegar óskir til að auðvelda allt skipulag. Margir gátu orðið við þessu sem við erum þakklát fyrir. Fram til 4. maí munum við áfram halda óskinni vakandi með það fyrir augum að geta haldið starfseminni í því horfi sem hún er.

Vonandi munum við fá nánari tilmæli frá almannavörnum strax eftir helgi um hvaða breytingar eru í vændum 4. maí. Allsstaðar í samfélaginu er verið að minna fólk á að neyðarstig almannavarna er enn í gildi og starfsfólk leikskólanna mun fylgja gildandi tilmælum því ábyrgir starfshættir skólanna eru sannarlega hluti af þeim góða árangri sem við höfum náð.

Við munum senda ykkur línu tímanlega um hvaða breytingar verða á skólastarfi í maí en þangað til hvetjum við alla til áframhaldandi samstöðu um að takast á við þennan faraldur.

Takk fyrir samheldnina og samstöðuna,

Karl F

*********************

Karl Frímannsson sviðsstjóri

Fræðslusvið Akureyrarbæjar

Glerárgötu 26

600 Akureyri

Sími 460-1456 / 862-8754

*********************

© 2016 - 2024 Karellen