news

Nánar eftir 4 maí /after 4th of may

30. 04. 2020

Kæru foreldrar.

Hér kemur nánari útskýring á starfinu í maí. Eðlilegt skólastarf verður með börnunum, þau fara á sínar deildar og í sína hópa með sínum kennurum. Hins vegar eru skorður á umgengni fullorðinna og okkar starfsfólksins.

Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum mega skólar ekki skipuleggja neinar uppákomur á næstunni. Undir þetta falla útskriftir, sveitaferðir og vorhátíðir svo dæmi sé tekið. Ekki er hægt að tryggja 2m reglu og 50 manns að hámarki í slíkum uppákomum, en það eru þær takmarkanir sem fullorðnum eru settar ásamt þrifum og sótthreinsun.

Það verður því ekkert um slíkt í bili hjá okkur. Elstu börnin mega fara með kennurum í útskriftarferð, en formlegri útskrift þeirra verðum við að finna annan farveg. Við erum að skoða lausnir á því og látum foreldra elstu barna vita leið og við getum.

Foreldrar halda áfram að koma að útgöngum sem þeim eru úthlutaðir, deildarstjórar eru búnir að senda ykkur póst með hvert þið eigið að fara. Engin umgangur foreldra verður leyfður inn í skólann, nema eitt foreldri með börnum sem byrja í aðlögun í lok maí. Fjögur börn byrja hjá okkur þá.

Ekki verða hefðbundin foreldrasamtöl vegna þessara takmarkana á umgengni. Einungis verður boðað í samtöl sem tengjast sérkennslu og vegna aðlögunar. Kennarar munu gera stutta umsögn um hvert barn og senda ykkur í tölvupósti. Þið verðið svo beðin að skrifa undir umsögnina einhverjum dögum seinna við komu eða brottför.
Ef þið óskið eftir að fá samtal við deildarstjóra eða hópstjóra, munum við reyna að finna lausnir, t.d. rafræn samtöl eða símasamtöl. Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að hringja eða senda pósta á deildarstjóra, skólastjóra, sérkennslustjóra og/eða aðra starfsmenn eftir þörfum.

Við þökkum ykkur kærlega alla samvinnuna og skilninginn á þessum skrýtnu tímum, og vonandi gengur allt saman vel áfram – svo ekki þurfi að fara aftur í takmarkanir.

Ég vil einnig taka fram að forgangslistar almannavarna eru núna fallnir úr gildi.

Bestu kveðjur,


Dear parents.

Here is a more detailed explanation of schooling in May. Normal schooling will be with the children, they go to their class and into their groups with their teachers. However, there is a restriction on the conduct of adults and our staff.

According to a recommendation from the public defense, schools are not allowed to organize any events in the near future. This includes graduation, countryside trips and spring festival. The 2m rule and a maximum of 50 people cannot be guaranteed in such events, but these are the restrictions that adults have to obay along with cleaning and disinfection. So there will be no such thing for us at this moment.

The oldest children are allowed to take teachers on a graduation trip, but we have to find another way of graduating. We are looking at solutions to it and will let the parents of the oldest children know when ready.

Parents continue to come to the exits assigned to them, head teachers have already emailed you where to go. No parental involvement will be allowed into the school, except one parent with children who will begin adjustment at the end of May. Four children start with us then.

There will be no traditional parents meetings due to these restrictions on access. Only conversations related to special needs education and integration will be invited. Teachers will make a brief review of each child and email you. You will then be asked to sign the review a few days later on arrival or departure. If you wish to have a conversation with the head teachere or group leader, we will try to find solutions, e.g. electronic or telephone conversations. We encourage you to be effective in calling or posting to Head teachers, principal, Special Education leader and / or other staff as needed.

We thank you very much for all the cooperation and understanding during these strange times, and hopefully everything goes well - so we won´t need to go back to the restrictions.

I would also like to point out that civil defense priority lists have now expired.

Best regards,

Anna Lilja Sævarsdóttir
Skólastjóri Iðavallar
annalilja@akmennt.is


Leikskólinn Iðavöllur
v/Gránufélagsgötu
600 Akureyri
414-3740
idavollur@akureyri.is

© 2016 - 2024 Karellen