Archive for Foreldrafélag Iðavallar

Fjölskyldufjör föstudaginn 5. febrúar !

Kæru foreldrar og forráðamenn
Það styttist í okkar árlega fjölskyldufjör, en það verður haldið föstudaginn 5. febrúar, milli 14:30 og 15:30.
Það verður sama snið á þessu og verið hefur; þ.e. allir koma með eitthvað á kaffihlaðborðið og svo njóta allir saman. Hugmyndir að framlögum fyrir deildirnar fylgja hér á eftir.
Vinsamlegast athugið að allt sem komið er með verður að vera alveg 100% tilbúið til að fara á borðið, þar sem eldhúsið verður ekki opið meðan á þessu stendur. Við höfum því ekki tök á að brytja neitt á staðnum, raða því á bakka, hita eða neitt slíkt.
Eins þurfa foreldrar að taka diska/föt/áhöld sín með sér heim strax eftir viðburðinn – það verður ekki hægt að vaska neitt af þessu upp í eldhúsinu á Iðavelli. Það var reynt í fyrra en gafst ekki nógu vel, þannig að nú verður eldhúsið bara læst og ekkert gengið um það.
Hugmyndir fyrir deildirnar:
Álfheimur: ávextir, snúðar eða muffins
Glaðheimur: kaldir brauðréttir, pizzasnúðar eða smákökur
Þrymheimur: skúffukaka, kleinur eða kex og salat
Jötunheimur: niðurskorið grænmeti, osta-/skinkuhorn eða pönnukökur
Að sjálfsögðu er frjálst að koma með eitthvað sem ekki er á þessum lista; hann er bara til að gefa hugmyndir og reyna að tryggja að ekki komi allir með það sama.
Vonandi sjáumst við sem flest,
f.h. stjórnarinnar,
Urður Snædal

Stjórnarfundur foreldrafélags Iðavallar 22.janúar 2015

Fundur haldinn í Leikskóla þann 22. janúar 2015
Mættir : Urður formaður, Jóhanna gjaldkeri, Sveindís ritari og Jórunn.  Fyrir hönd leikskóla : Kittý.

Mál á dagskrá : Foreldrafjör á degi leikskólans 6.febrúar,  námskeið fyrir börnin.

Ákveðið var að hafa foreldrafjör/fjölskyldufjör á degi leikskólans 6. febrúar.  Þetta verður í fjórða skipti sem þessi skemmtun er haldin.  Öll heimili koma með einhvern smárétt á hlaðborð og stjórnin fær einhvern til að koma og spila á gítar. Úr verður góð samverustund fyrir foreldra og systkini leikskólabarnanna. Listar verða settir upp á hverri deild með tillögum að smáréttum. Það tókst vel í fyrra að skipta niður réttunum og var mikið úrval.  Skemmtunin hefst kl 15:00.

Stjórninni langar að koma með eitthvað námskeið inn á leikskólann. Ákveðið var að kaupa jóganámskeið og fengum við Gerði Ósk Hjaltadóttur krakkajógakennara til að vera með það. Nánari auglýsing á því kemur þegar dagsetningar og tímasetningar hafa verið ákveðnar.

Fundi slitið.

Stjórnarfundur foreldrafélags Iðavallar 18.nóvember 2014

Þann 18. nóvember síðastliðinn var haldinn fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar foreldrafélagsins við Iðavöll.
Mættir :  Urður formaður, Sveindís ritari, Jóhanna gjaldkeri, Linda, Harpa, María og Krissa.
Mál á dagskrá : foreldrakaffi með piparkökumálun, jólaball, jólasveinar fyrir jólaballið og jólagjafir handa börnunum.
Fyrir foreldrakaffið leggur foreldrafélagið til flórsykur og piparkökur.
Ákveðið var að fá sömu jólasveina á jólaballið og hafa verið síðustu ár og Heimi Ingimars til að spila og syngja.
Jólagjafir þetta árið verða tannburstar og mandarínur.
Þar sem einhver afgangur var af félagsgjöldum síðasta árs hefur stjórnin foreldrafélagsins ákveðið í samráði við leikskólastjóra að kaupa nýja myndavél handa leikskólanum.
Fundi slitið, næsti fundur áætlaður í janúar 2015.