Archive for Glaðheimur

Heimsóknir Glaðheims á Listasafnið/Ketilhús

Við fórum með börnin í tveimur hópum og skoðuðum sýningu á myndum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk, í Ketilhúsi. Einnig skoðuðum við myndir af sýningunni Töfruð djúp, eftir listakonuna Alana LaPoint. Heiða sagði okkur frá og sýndi okkur margar myndir. Hún las svo fyrir okkur söguna „Kötturinn sem hvarf“ eftir Nínu og börnin fengu að lita myndir. Fleiri myndir hér.

IMG_7952 IMG_7976

Ísak Andri 3ja ára

Í dag héldum við upp á 3ja ára afmælið hans Ísaks Andra. Við sungum afmælissönginn og fleiri lög og svo bauð hann upp á ávexti. Til hamingju með daginn.

IMG_2544 IMG_2545 IMG_2546

Söngstund á Glaðheimi!

Í gær voru börnin á Glaðheimi að syngja lag um könguló sem ferðast um á líkamanum og kitlar börnin í hálsinn, nefið, hárið o.s.frv. Við höfðum eina slíka meðferðis og voru flest allir hugrakkir og leyfðu köngulónni að kitla sig á meðan við sungum.

Hér koma nokkrar myndir!

« Older Entries