Archive for 29/04/2015

Olaf 6 ára

Olaf varð 6 ára þann 17. apríl. Kittý ruglaðist eitthvað og kveikti á 10 kertum. Olaf sagðist bara vilja fá 6 kerti af því hann væri 6 ára. En þá kom Kári vísindamaður til að mæla hvað Olaf væri orðinn gamall. Sem betur fór sagði Kári að Olaf væri 6 ára. Þegar Olaf var búinn að blása á kertin og við hin að syngja afmælissönginn fyrir hann, valdi hann 3 lög sem við sungum öll saman. Að því loknu bauð hann upp á vínber.

Olaf 6 ára

Nýir starfsmenn á Álfheimi

Tveir nýjir starfsmenn eru að hefja störf hjá okkur þessa dagana. Rachel Wilkinson leikskólakennaranemi byrjaði í dag, þriðjudag 28. apríl. Rachel verður í sumarafleysingu. Díana Marín Sigurgeirsdóttir byrjar á morgun 29. apríl og kemur í stað Hildar Ýrr sem er í veikindaleyfi. Við bjóðum Rachel og Díönu velkomnar.

Leikhúsheimsókn

IMG_0568 (Small)

Við fórum í heimsókn í leikhúsið þar sem Benni tók á móti okkur og sýndi okkur króka og kima leikhúsins. Þegar við sátum inn í salnum þá birtist kanínukarlinn skyndilega og var að leita að hönskunum sínum af því að hann var á leiðinni á sólaströnd til Berlínar.

Smiðja

í dag var mikið hannað, sagað, smíðað og málað. Spítur breyttust í flugvélar, skilti, síma og sverð svo eitthvað sé nefnt.

     

« Older Entries