Archive for 28/01/2016

Samstarf Álfheims og Jötunheims

Í dag komu börnin í rauða hópnum á Jötunheimi í heimsókn til barnanna í græna hópnum á Álfheimi. Þau voru að byggja úr lego kubbum. Það varð mikil og skemmtileg samvinna á milli barnanna og kennaranna, í fyrstu voru yngri börnin heldur hlédræg en það var fljótt að breytast. Guli hópurinn á Jötunheimi fékk svo heimsókn frá bláa hópnum á Álfheimi og þau voru að leika með lego duplo. Það var mjög notaleg stund og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Myndir hér

IMG_4019 IMG_4021 IMG_4022 IMG_4024

Þorrablót á Glaðheimi

image

Í dag var þorrablót í leikskólanum. Það var boðið upp á hrísgrjónagraut, harðfisk, flatbrauð, súrmat og fleira. Börnin voru viljug að smakka en töluðu mikið um hvað maturinn væri súr og grettu sig gjarnan á eftir.

 

Jötnar í heimsókn á Tröllaborgir

Í dag fórum við með strætó á leikskólann Tröllaborgir. Todda mamma hans Kjartans var búin að bjóða okkur að koma og skoða sína vinnu (hún er leikskólakennari þar). Við byrjuðum á að leika okkur úti og svo var okkur boðið inn að leika. Á Tröllaborgum er mikið af flottu og skemmtilegu dóti.

Takk fyrir okkur!

Hópastarf með græna og bláa hópi

Græni og Blái hópur voru saman í hópastarfi í dag. Við lásum söguna „Skrímsli í myrkrinu“. Við vorum að æfa okkur í litum og tölum, vorum með stóran tening sem við köstuðum og töldum svo punktana, flokkuðum síðan litaða grjónapoka í eins litaða hringi á gólfinu.

IMG_4570

Æfðum okkur í að hlusta, bíða, telja, flokka og fara eftir fyrirmælum.
Hér eru nokkrar myndir.

Afmæli Ísaks Andra

Í dag héldum við upp á tveggja ára afmælið hans Ísaks Andra. Við sungum afmælissönginn og svo vildi Ísak syngja Kalli litli köngulló og litalagið.
Ísak bauð svo upp á epli og banana.

IMG_4006 IMG_4003IMG_4011  IMG_4007

Bóndadagskaffi á Jötunheimi

IMG_2252 (Custom)

Í dag héldum við upp á bóndadaginn og þá buðum við pöbbum, öfum og frændum í kaffi til okkar. Við fengum brauðbollur með smjöri og osti og þær voru gómsætar.

Krakkarnir á Jötunheimi eru mjög duglegir að taka myndir og fengu því að sjá um myndavélina. Þau tóku AÐEINS 360 myndir og hér má sjá nokkrar þeirra.

Bóndadagskaffi

Minnum á bóndadagskaffið, sem er í leikskólanum á morgun. Feður, afar, bræður og frændur velkomnir í kaffi milli 7:45-9:15 (ef karlmenn komast ekki eru konur að sjálfsögðu velkomnar)

« Older Entries