Álfheimur

Álfheimur er deild 1-3 ára barna. Veturinn 2016-2017 eru 19 börn á deildinni. Starfsmenn: Ellý deildarstjóri (B.Ed. í Menntunarfræðum, miðstig), Greta leikskólakennari, Hanna leikskólakennari, Rachel (M.Ed. í Menntunarfræðum, yngsta stig) og Díana Marín leiðbeinandi.

Á Álfheimi kynnumst við leikskólalífinu, lærum að leika okkur saman og vera í hóp.

Aðlögun

Við byrjuðum með þátttökuaðlögun haustið 2009.  Hugmyndafræðin á bak við þessa aðlögun er sú að öruggir foreldrar/forráðamenn smiti eigin öryggiskennd yfir til barnsins. Börn og foreldrar þurfa að fá góðan tíma til að kynnast deildinni, umhverfinu, starfsfólkinu og barnahópnum. Foreldrar eru með börnum sínum allan tímann á meðan á aðlögun stendur, sjá alfarið um þau, skipta á þeim, klæða þau, borða með þeim og taka þátt í öllu starfi deildarinnar. Starfsfólkið er til staðar til að útdeila verkefnum og til að kynnast börnum og foreldrum.  Með því að foreldrar séu þátttakendur frá fyrsta degi öðlast þeir öryggi um það sem fram fer í leikskólanum.

Svona eru dagarnir:

Dagur 1: börn og foreldrar mæta klukkan 9:00 og eru til klukkan 11:00

Dagur 2:  börn og foreldrar mæta klukkan 8:00 og eru til klukkan 15:00

Dagur 3: börn og foreldrar mæta klukkan 8:00 og eru til klukkan 15:00

Á fjórða degi þegar börnin mæta kveðja foreldrar þau. Við mælum með því að þennan dag séu börnin sótt frekar snemma, þ.e. að þau séu ekki alveg fullan dag. Sum börn þurfa að hafa foreldra með sér að hluta til fjórða daginn en það er mjög sjaldan.