Foreldrafélag Iðavallar:
Við leikskólann er starfandi foreldrafélag og allir forráðamenn barna verða sjálfkrafa félagar um leið og barnið byrjar í leikskólanum. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að láta leikskólastjóra vita ef þeir hafna þátttöku í félaginu. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra, barna og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Félagið kemur að ýmsum uppákomum og ferðum sem leikskólinn skipuleggur. Einnig hefur félagið styrkt leikskólann til kaupa á ýmsum kennslugögnum og leikföngum. Helstu viðburðir sem foreldrafélagið styrkir eru jólasveinar og undirleikari á jólaballi, jólagjafir frá jólasveinum á jólaballi og vorhátíð. Aðalfundur félagsins er haldinn að hausti ár hvert, þar sem rædd eru málefni félagsins og stjórn þess endurnýjuð. Í stjórninni sitja 4-8 fulltrúar foreldra/forráðamanna auk formanns. Einnig er einn starfsmaður leikskólans tengiliður við félagið. Upplýsingar um foreldrafélagið og árgjald þess má finna á http://idavollur.is/Foreldrafelagid/Starfsemiargjald


© 2016 - 2024 Karellen